Strákarnir í 3. flokki Selfoss í handbolta unnu um síðustu helgi undanúrslitaleik gegn Haukum í bikarkeppninni og eru því komnir í úrslitaleik gegn Fram í Laugardalshöllinni.
Strákarnir unnu mjög gott lið Hauka 19-21 eftir að staðan í hálfleik var 9-10 fyrir Selfoss. Liðið spilaði frábæran varnarleik og fékk mjög góða markvörslu fyrir vikið.
Sóknarleikurinn gekk líka vel en markvörður Hauka átti stórleik í markinu og kom í veg fyrir að mörk Selfyssinga voru fleiri. Fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar og strákarnir vel að þessum sigri komnir.
Úrslitaleikurinn gegn Fram verður spilaður sunnudaginn 2. mars kl. 16:00 í Laugardalshöllinni.