Lið Selfoss á eldra ári í 4. flokki karla fékk í dag afhentan deildarmeistaratitilinn í 2. deild, en þeir unnu aðra deildina nokkuð sannfærandi og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni.
Þar mæta þeir A-liði Selfoss sem varð í 2. sæti í 1. deild.
Þetta sýnir hversu mikla breidd Selfoss er með í þessum aldursflokki en ekkert annað félag á tvö lið í úrslitum. Með B-liði Selfoss í 2. deildinni voru A-lið margra annarra félaga.
Lið Selfoss á yngra ári í 4. flokki tryggði sér á dögunum 4. sætið í 1. deild Íslandsmótsins en auk þess komst liðið í undanúrslit bikarkeppninnar.
4.flokkur karla á Selfossi er að auki mjög fjölmennur, en 25 strákar æfa þar að staðaldri og státar ekkert félag á landinu af fjölmennari 4. flokki.
Þjálfari 4. flokks Selfoss er Einar Guðmundsson.