47 keppendur tóku þátt á fertugasta mótinu

Héraðsmót HSK í borðtennis var haldið á Hvolsvelli fyrir skömmu. Mótið í ár var það fertugasta frá upphafi, en héraðsmótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1975.

47 keppendur mættu til leiks á Hvolsvöll frá fimm aðildarfélögum sambandsins og var ýmist keppt í riðlum, eða allir við alla í einum riðli.

Heimamenn í Dímon höfðu talsverða yfirburði í stigakeppni milli félaga og unnu stigabikarinn, líkt og undanfarin ár. Keppendur frá Heklu á Rangárvöllum mættu sterkir til leiks í yngstu flokkunum og urðu í 2. sæti. Athygli vekur að enginn keppandi kom úr Árnessýslu að þessu sinni. Heildarúrslit og myndir eru á hsk@hsk.is.

Verðlaunahafar:

11 ára og yngri strákar
1. Þorgils Gunnarsson Hekla
1. Aron Guðmundsson Hekla
3.-4. Birkir Hreimur Birkisson Framtíðin
3.-4. Gabríel Snær Ólafsson Hekla

11 ára og yngri stelpur
1. Sóldís Birta Magnúsdóttir Dímon
2. Þóra Björg Yngvadóttir Garpur
3. Maja Swidewska Dímon

12 – 13 ára strákar
1. Heiðar Óli Guðmundsson Hekla
2. Matthías Jónsson Dímon
3. Stefán Bjarki Smárason Dímon

12 – 13 ára stelpur
1. Fanndís Hjálmarsdóttir Dímon
2. Ástríður Björk Sveinsdóttir Dímon
3. Hekla Steinarsdóttir Hekla

14 – 15 ára strákar
1. Benedikt Óskar Benediktsson Dímon
2. Jón Pétur Þorvaldsson Dímon
3. Ágúst Aron Guðjónsson Dímon

14 – 15 ára stelpur
1. Auður Erla Gunnlaugsdóttir Dímon
2. Ragnheiður Elín Gunnlaugsd. Dímon
3. Sólveig Þorvarðardóttir Hekla

18 – 39 ára karlar
1. Reynir Björgvinsson Dímon
2. Bjarki Oddsson Dímon

18 – 39 ára konur
1. Ólafía Bjarnheiður Ásbjörnsd. Dímon
2. Erla Guðfinna Jónsdóttir Dímon

40 ára og eldri, karlar
1. Ólafur Elí Magnússon Dímon
2. Sigurjón Sváfnisson Dímon
3. Tómas Grétar Gunnarsson Dímon

40 ára og eldri, konur
1. Ásta Laufey Sigurðardóttir Dímon
3. Berglind Bjarnadóttir Eyfellingur

Stigakeppni félaga:
Íþr.fél. Dímon 116,5 stig
Umf. Hekla 25,25 stig
Íþr.fél. Garpur 8,75 stig
Umf. Eyfellingur 7 stig
Umf. Framtíðin 3,5 stig

Fyrri greinAndrés Arnalds: Hvar má aka?
Næsta greinÓk í gegnum tré og runna