64 HSK met sett á síðasta ári

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson setti þrettán met á árinu 2021. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Líkt og undanfarin ár voru metaskrár HSK í frjálsíþróttum uppfærðar í öllum flokkum frá 11 ára aldri, bæði innan- og utanhúss.

Alls voru 64 HSK met voru sett á síðasta ári, sem eru talsvert færri met en undanfarin ár, enda var fjölda móta aflýst vegna samkomutakmarkana.

Keppendur 11 til 22 ára settu 45 met, keppendur í karla- og kvennaflokkum settu tvö met og keppendur í öldungaflokkum settu sautján met. Tvö þessara meta eru einnig landsmet í viðkomandi flokki.

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson Umf. Selfoss, keppandi í 14 ára flokki, setti flest HSK met á árinu. Hann setti samtals 13 HSK met í sex aldursflokkum. Álfrún Dilja Kristínardóttir Umf. Selfoss, keppandi í 15 ára flokki kom næst með 11 HSK met og Þórhildur Lilja Hafsteinsdóttir Selfossi og tvíburasystir Þorvaldar kom næst með sex HSK met.

Næstur kom svo Hjámar Vilhelm Rúnarsson Selfossi, en hann setti fimm HSK met í 13 ára flokki. Tvö þeirra meta voru einnig Íslandsmet í hans aldursflokki í spjótkasti.

Guðbjörg Viðarsdóttir setti flest HSK met í öldungaflokkum, en hún setti fimm met á árinu í flokki 50 til 54 ára. Næst komu þau Þuríður Ingvarsdóttir Selfossi í flokki 45-49 ára og Sigmundur Stefánsson Þjótanda í flokki 70-74 ára, en þau settu bæði tvö met í sínum aldursflokki.

HSK metaskrár, þar sem einnig má sjá yfirlit allra HSK meta sem sett voru á síðasta ári, má nálgast á vef HSK.

Álfrún Diljá Kristínardóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Þórhildur Lilja Hafsteinsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Hjálmar Vilhelm Rúnarsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Fyrri greinDrögum lærdóm af ástandinu og horfum til framtíðar
Næsta greinÓmar Ingi með leik upp á tíu