
Rétt fyrir jól var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 3682 og fór sá vinningur alla leið til Grindavíkur.
Það voru þau Ágúst Þór Ingólfsson og Kristín Elísabet Pálsdóttir sem áttu vinningsmiðann í ár. Miðann keyptu þau til styrktar barnabarni sínu Ingibjörgu Etnu Ingólfsdóttir leikmanni 6.flokks kvenna hjá Selfoss.