Aðalvinningurinn í jólahappdrættinu afhentur

Fanney Frigg og Sigurður Reynir ásamt Hauki Guðmundssyni (t.v) og Guðjóni Guðmundssyni (t.h) eigendum Árvirkjans. Ljósmynd/UMFS

Í síðustu viku var dregið í jólahappdrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Aðalvinningurinn, sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 658.

Það var Fanney Frigg Sigurðardóttir, iðkandi í 7. flokki kvenna, sem seldi sigurmiðann í ár. Fanney Frigg mætti í Árvirkjann með Sigurði Reyni föður sínum til að vitja vinningsins fyrir frænku sína sem keypti miðann til styrktar Fanneyju.

Vinningaskrá ásamt númerum vinningshafa má sjá hér. Vinninga verður hægt að vitja á skrifstofu knattspyrnudeildar í Tíbrá við Engjaveg á virkum dögum frá 09:00 – 16:00

Fyrri greinGul jólaviðvörun: Varasamt ferðaveður
Næsta greinÞað koma ekki jól nema ég fái skötu á Þorláksmessu