
Ægismenn áttu verulega undir högg að sækja þegar þeir mættu Njarðvík í Reykjaneshöllinni í dag í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu.
Njarðvík komst yfir strax á 4. mínútu og í kjölfarið fylgdu sjö mörk til viðbótar frá Njarðvíkingum. Staðan var 5-0 í hálfleik og Ægir náði ekki að svara fyrir sig í seinni hálfleik. Lokatölur 8-0.
Þetta var fyrsti leikur Ægis í Lengjubikarnum á þessu vori en liðið mætir næst Kórdrengjum á Selfossvelli um næstu helgi.