Ægismenn fara vel af stað í 2. deild karla í knattspyrnu en í kvöld unnu þeir 0-2 sigur á Reyni í Sandgerði.
Brynjólfur Þór Eyþórsson kom Ægi yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan var 0-1 í hálfleik. Cristofer Rolin tryggði Ægi svo 0-2 sigur á 88. mínútu með marki úr vítaspyrnu.
Ægismenn hafa haldið hreinu í fyrstu þremur leikjunum í deildinni og sitja í 2. sæti deildarinnar með 7 stig, eins og Völsungur sem er í toppsætinu með betra markahlutfall.