Ægismenn gerðu svekkjandi jafntefli við Reyni Sandgerði á heimavelli í Þorlákshöfn í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Liðin eru að berjast á sitthvorum enda stigatöflunnar og Reynismenn hafa til að mynda aðeins unnið einn leik í sumar.
Leikurinn var markalaus allt fram í miðjan seinni hálfleikinn að Cristofer Rolin skoraði fyrir heimamenn. Ægismenn leituðu stíft að marki númer tvö, sem hefði eflaust gert út um leikinn, en fengu svo blauta tusku í andlitið í uppbótartímanum þegar Reynismönnum tókst að jafna.
Ægir er nú í 3. sæti deildarinnar með 29 stig, jafn mörg stig og ÞrótturR. sem er í 2. sæti. Reynismenn eru hins vegar áfram í fallsæti, sitja nú í 11. sæti með 7 stig.