Ægir skoraði 15 mörk í bikarnum

Cristofer Rolin skoraði fjögur mörk í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Keppni í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu hófst í kvöld. Ægir heimsótti Knattspyrnufélag Bessastaða á Álftanesið og vann auðveldan sigur, 15-0.

Staðan var orðin 3-0 eftir tíu mínútna leik og veislan hélt áfram í fyrri hálfleik, þannig að leikar stóðu 8-0 í hálfleik.

Ægismenn slökuðu aðeins á klónni í upphafi seinni hálfleiks en á síðustu 25 mínútum leiksins héldu þeir áfram að raða inn mörkum og skoruðu þá sjö mörk á nítján mínútna kafla.

Cristofer Rolin skoraði 4 mörk fyrir Ægi í kvöld og Renato Punyed þrennu. Marko Zivkovic skoraði 2 mörk og þeir Ragnar Páll Sigurðsson, Atli Dagur Ásmundsson, Brynjólfur Þór Eyþórsson, Þorkell Þráinsson, Ágúst Karel Magnússon og Arnar Páll Matthíasson skoruðu allir eitt mark.

Ægir mun annað hvort mæta Smára eða KFS í annarri umferð bikarsins.

Bikarinn heldur áfram á morgun en þá mætast meðal Kári og Árborg í Akraneshöllinni, Selfoss heimsækir Ísbjörninn á gervigrasið við Kórinn og Uppsveitir mæta Kríu á Gróttuvellinum á Seltjarnarnesi.

Fyrri greinFramboðsfrestur framlengdur í Skaftárhreppi
Næsta greinSjónarmunur á tilboðum í Gaulverjabæjarveg