Eftir þrjú töp í röð eru Ægismenn að dragast verulega aftur úr í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu. Ægir heimsótti Víking í Ólafsvík í dag.
Víkingar reyndust sterkari í leiknum, þeir komust yfir eftir fimmtán mínútna leik og var það eina mark fyrri hálfleiks.
Víkingur komst í 2-0 um miðjan seinni hálfleikinn og þriðja markið leit dagsins ljós á 77. mínútu. Toma Ouchagelov minnkaði muninn fyrir Ægi fjórum mínútum fyrir leikslok og þar við sat.
Staðan í deildinni er þannig að Ægir er í 6. sæti með 15 stig en Víkingur er í 2. sæti með 23 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Selfoss.