Ægismenn unnu sinn fyrsta sigur í Lengjubikar karla í knattspyrnu á þessu voru þegar þeir heimsóttu 2. deildarlið KFG á Samsungvöllinn í Garðabæ í gær.
KFG komst yfir strax á 6. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Ægismenn voru mun sprækari í seinni hálfleiknum og Jóhannes Karl Bárðarson jafnaði metin eftir stundarfjórðung. Tuttugu mínútum fyrir leikslok fengu Ægismenn svo vítaspyrnu og úr henni skoraði Renato Punyed sigurmarkið.
Staðan í riðli-3 í B-deildinni er þannig að Ægir er í 4. sæti með 3 stig og mætir næst botnliði KFS á „heimavelli“ í Breiðholtinu næstkomandi laugardag.