Ægir vann öruggan sigur á Tindastóli í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld, 3-1 á heimavelli í Þorlákshöfn.
Dimitrije Cokic skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 30. mínútu og staðan var 1-0 í leikhléi. Brynjólfur Eyþórsson kom Ægi í 2-0 snemma í seinni hálfleik og Sigurður Óli Guðjónsson bætti svo þriðja markinu við á 64. mínútu.
Ægismenn voru með leikinn í öruggum höndum og Stólarnir áttu fá svör og það var ekki fyrr en á 86. mínútu að þeir náðu inn sárabótarmarki.
Lokatölur 3-1 og Ægir lyfti sér upp í 3. sætið í deildinni en Þorlákshafnarliðið hefur ekki ennþá tapað leik.