Crossfit-kappinn Björgvin Karl hóf í dag keppni á Evrópumótinu, Meridian Regionals, sem er í ár Evrópu- og Afríkumót eftir sameiningu svæðanna.
Eftir fyrsta keppnisdag af þremur situr hann nú í öðru sæti af fjörutíu keppendum.
Tuttugu manna hópur úr Crossfit Hengli í Hveragerði fylgdi Björgvini út. Íslendingar eiga að auki eitt lið í liðakeppninni, tvo keppendur auk Björgvins í karlakeppninni og sjö stelpur í kvennakeppninni svo fjölmargir Íslendingar eru á svæðinu að styðja sitt fólk og mikil stemmning í hópnum.
Hægt er að fylgjast með Björgvini og hinum keppendunum á games.crossfit.com og hefst karlakeppnin klukkan 11:50 á morgun og 10:15 á sunnudaginn.
Meðfylgjandi er skemmtileg kveðja sem Björgvin fékk senda frá vinum sínum fyrir mótið í morgun.
Staðan á mótinu eftir fyrsta keppnisdag: