Ágúst Örn lánaður til Selfoss

Knattspyrnulið Selfoss hefur fengið 22 ára gamlan framherja, Ágúst Örn Arnarson, að láni frá Fjölni.

Fótbolti.net greinir frá þessu.

Ágúst Örn er nýkominn heim eftir að hafa verið í skóla í Bandaríkjunum í vetur. Hann skoraði tvö mörk í ellefu leikjum með Fjölni í fyrstu deildinni í fyrra en lék einnig með liðinu sumarið 2012.

Ágúst er uppalinn hjá Breiðabliki en hann lék einnig með Fjarðabyggð sumarið 2009. Hann verður væntanlega í leikmannahópi Selfoss á morgun en liðið mætir þá Víkingi Ólafsvík. Leikurinn verður spilaður innanhúss, í Akraneshöllinni á Akranesi.

Fyrri greinSjóstökk getur verið hættulegur leikur
Næsta greinAfmælishelgi á 800Bar