Áhlaup í 4. leikhluta dugði ekki til

Hamar þjarmaði vel að toppliði Hattar í leik liðanna í 1. deild karla í körfubolta á Egilsstöðum í kvöld, án þess þó að ná sigri.

Höttur hafði frumkvæðið í annars jöfnum fyrri hálfleik og leiddi í leikhléi, 43-37.

Hamar var fjórtán stigum undir þegar síðasti leikhlutinn hófst, 64-52, en Hvergerðingarnir náðu að minnka muninn í tvö stig, 73-71, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir. Þá spýttu Hattarmenn í lófana og hleyptu Hamri ekki nær sér. Hamar átti síðustu sókn leiksins en Hattarmenn stálu af þeim boltanum á lokasekúndunni. Lokatölur 78-75.

Höttur er áfram á toppnum, nú með 20 stig, en Hamar er í 5. sæti með 8 stig.

Tölfræði Hamars: Christopher Woods 18 stig/8 fráköst, Oddur Ólafsson 16 stig/6 fráköst/11 stoðsendingar, Snorri Þorvaldsson 13 stig/5 fráköst, Smári Hrafnsson 12 stig, Örn Sigurðarson 9 stig/7 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 4 stig, Rúnar Ingi Erlingsson 3 stig, Arvydas Diciunas 5 fráköst.

Fyrri greinLandgræðslufélag Hrunamanna fékk Landgræðsluverðlaunin 2016
Næsta greinNaumt tap Þórsara gegn ÍR