Það verður úrvalsdeildarslagur milli Þórs Þorlákshöfn og Stjörnunnar í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta. Dregið var í 16-liða úrslit karla og kvenna í hádeginu í dag.
Þórsarar fá heimaleik gegn Stjörnunni en Selfyssingar, sem leika í 1. deildinni, fá stórt verkefni þegar þeir heimsækja úrvalsdeildarlið Njarðvíkur á útivöll. Leikirnir í karlabikarnum fara fram 8. og 9. desember næstkomandi.
Hjá konunum fékk Hamar/Þór heimaleik gegn 1. deildarliði KR og á Selfossi tekur nýstofnað lið Selfoss á móti Tindastól. Leikirnir fara fram 7. og 8. desember.
16-liða úrslit karla:
Þór Þ – Stjarnan
Breiðablik – Haukar
Álftanes – Snæfell
Sindri – KV
Njarðvík – Selfoss
Keflavík – Tindastóll
Höttur – KR
Valur – Grindavík
16-liða úrslit kvenna:
Hamar/Þór – KR
Grindavík – Snæfell
Aþena – Ármann
Valur – Haukar
Fjölnir – Stjarnan
Selfoss – Tindastóll
ÍR – Þór Ak
Njarðvík – Keflavík