KIA Gullhringurinn, skemmtilegasta hjólreiðakeppni landsins, verður haldin um helgina á Laugarvatni. Síðan 2012 hefur keppnin vaxið gríðarlega í umfangi og er núna fastur punktur í sumardagatali bæði afreksfólks og áhugafólks.
Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir er yfirskrift mótsins og mikið gert úr því að allir fái vegleg þáttökuverðlaun og svo er öllum boðið í grillpartý í boli Holta og SS á eftir og gestir bara sig í Fontana boðunum á Laugarvatni.
Það hefur færst mikið í aukanna síðustu ár að fjölskyldur gerir þetta að helgar heimsókn á Laugarvatn enda einn fallegasti staður landsins.
Mótshaldarar Kia Gullhringsins hafa síðan í haust unnið að endurskoðun keppninnar. Fundað hefur verið með lögreglunni á Suðurlandi og Vegagerðinni í Reykjavík og á Suðurlandi síðan í september um hvernig efla megi öryggi keppenda í þessari vinsælu keppni sem er haldin á þessari fjölfjörnu leið. Lokun fyrir bílaumferð á þeim stutta tíma sem keppendur fara um svæðið hefur verið til skoðunar. Vel hefur verið tekið í allar hugmyndir mótshaldara og hafa gagnlegar ábendingar einnig komið frá þessum aðilum.
Því má búast við mörgum hjólreiðamönnum í uppsveitum Árnessýslsu um helgina og fólk beðið að fara varlega bæði hjólarar og vegfarendur.
Einhver mesti hjólreiðakappi heims, George Hincapie, verður heiðursgestur Kia Gullhringsins í sumar. Engin maður í heiminum hefur hjólað í fleiri Tour de France-keppnum og aðeins einn annar hefur verið jafn oft í sigurliði Tour de France.
Ræst kl. 19:00 á laugardagskvöld
Ræsingartími mótsins hefur verið færður til 19:00 í stað 18:00 til þess að gera lokanir brautarinnar auðveldari í framkvæmd. Þá er umferð um svæðið enn umfangsminni. Sérstakur öryggisstjóri hefur verið fenginn inn í teymið sem mun samhæfa vinnu björgunarsveita, viðbragðsteymis, lögreglu og Vegagerðar svo það sé allt á einni hendi. Einnig verður gæsla efld enn meira bæði innan og utan brautar. Mótshaldarar hafa samið við lögregluna á Suðurlandi um þjónustu þriggja lögreglubíla sem munu fylgja keppninni og vinna í kringum lokanir, til viðbótar við önnur viðbragðsteymi.
Við upphaf keppni þegar allir hjólarar leggja af stað frá Laugarvatni verður lokað á umferð alla leið að Geysi. Þá verður einnig lokað í báðar áttir á vegkaflanum frá Svínavatni að Laugarvatni. Þetta tryggir að síðustu 12 kílómetrarnir verða án utanaðkomandi umferðar.
Fyrir þá sem eru að hjóla 106 km verður Lyngdalsheiðin lokuð í austurátt þannig að engin umferð verður í bakið á hjólurum. Ofangreindar lokanir takmarka mjög aðgengi bílaumferðar að Laugarvatni og eru gerðar með öryggi keppenda að leiðarljósi.