Alexander Adam valinn í landsliðið

Alexander Adam Kuc. Ljósmynd: Umf. Selfoss

Alexander Adam Kuc, 17 ára Selfyssingur, hefur verið valinn í íslenska landsliðið í motocross og mun keppa fyrir Íslands hönd í Frakklandi í næstu viku.

Keppnin nefnist Motocross of Nations og fer fram í Ernée í Frakklandi 6.-8. október. Alexander mun keppa þar ásamt þeim Eið Orra Pálmarssyni og Mána Frey Péturssyni en í vikunni fyrir mótið munu þeir verða við æfingar í Belgíu.

Fyrri greinÁrborg skiptir yfir í pappírspoka
Næsta greinFimmvörðuháls er mögnuð kennslustofa