Hornamaðurinn örvhenti Alexander Már Egan hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.
Alexander er uppalinn Selfyssingur og hefur leikið um árabil með meistaraflokki þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára og var með stórt hlutverk í liðinu þegar Íslandsmeistaratitillinn vannst vorið 2019.
Í tilkynningu frá deildinni segir að þar á bæ sé fólk gríðarlega ánægt með að Alexander skuli framlengja við félagið og verður hann áfram einn af lykilmönnum liðsins.