
Markmaðurinn Alexander Hrafnkelsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.
Alexander er reynslumikill markmaður og hefur verið hluti af meistaraflokki karla síðan árið 2017. Hann á yfir 170 leiki fyrir félagið og þrátt fyrir að standa á milli stanganna hefur hann skorað í þeim 25 mörk.
„Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að Alexander haldi áfram með ungu og spennandi liði í Grill66 deild karla í vetur,“ segir í tilkynningu frá deildinni.