Alfreð Elías þjálfar Ægi

Alfreð Elías Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Ægis í knattspyrnu.

Alfreð tekur við starfinu af Sveinbirni Ásgrímssyni sem þjálfað hefur Ægi undanfarin ár.

Alfreð Elías hóf þjálfaraferil sinn fyrir ári síðan þegar hann tók við liði BÍ/Bolungarvíkur í 2. deildinni. Hann náði frábærum árangri með liðið sem tryggði sér sæti í 1. deild næsta sumar eftir að hafa endað í 2. sæti 2. deildar.

Alfreð Elías skrifaði svo undir tveggja ára samning við Ægi í gærkvöld.

Fyrri greinFær greidda fjóra mánuði til viðbótar
Næsta greinVilja loka Landeyjahöfn