Það var æsispenna á parketinu á Meistaravöllum í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn heimsótti KR í úrvalsdeild karla í körfubolta.
Þórsarar byrjuðu betur og leiddu 24-30 eftir 1. leikhluta. KR komst yfir strax í upphafi 2. leikhluta en Þór lokaði fyrri hálfleik á 11-3 áhlaupi og staðan var 49-51 í hálfleik.
Þriðji leikhluti var í járnum en KR átti góðan sprett undir lok hans en munurinn varð ekki meiri en 11 stig. Fjórði leikhluti var æsispennandi og lítill munur á liðunum. Þórsarar þjörmuðu að KR-ingum undir lokin en tókst ekki að brúa bilið og KR marði sigur á lokasekúndunum, 102-99.
Jordan Semple var stiga- og framlagshæstur Þórsara á sínum gamla heimavelli. Hann skoraði 25 stig og tók 7 fráköst.
Með sigrinum jafnaði KR Þór að stigum. Bæði lið hafa 14 stig, KR í 6. sæti en Þór í því sjöunda.
KR-Þór Þ. 102-99 (24-30, 25-21, 33-20, 20-28)
Tölfræði Þórs: Jordan Semple 25/7 fráköst, Mustapha Heron 23/6 fráköst, Nikolas Tomsick 16/8 stoðsendingar, Justas Tamulis 13/6 stoðsendingar, Ólafur Björn Gunnlaugsson 12, Davíð Arnar Ágústsson 6, Morten Bulow 2, Emil Karel Einarsson 2.