Allt í járnum á Selfossi

Andri Dagur Ófeigsson og Alexander Hrafnkelsson léku vel fyrir Selfoss U í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss náði í stig í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við ungmennalið Hauka í Grill 66 deild karla í handbolta en liðin mættust í Iðu.

Leikurinn var jafn allan tímann en Selfyssingar fóru illa með dauðafæri í fyrri hálfleik og Haukar náðu fjögurra marka forskoti, 8-12 í leikhléi.

Selfoss saxaði jafnt og þétt á forskot Hauka í seinni hálfleik og lokakaflinn var æsispennandi. Selfyssingar áttu síðustu sókn leiksins en hún fór í súginn og lokatölur urðu 25-25.

Andri Dagur Ófeigsson var markahæstur Selfyssinga með 5 mörk, Arnór Logi Hákonarson, Ísak Gústafsson, Guðjón Baldur Ómarsson, Vilhelm Steindórsson og Tryggvi Sigurberg Traustason skoruðu allir 3 mörk, Gunnar Flosi Grétarsson 2 og þeir Sölvi Svavarsson, Hannes Höskuldsson og Elvar Elí Hallgrímsson skoruðu allir 1 mark.

Alexander Hrafnkelsson var með 34% markvörslu í marki Selfoss en hann varði 13 skot.

Selfyssingar eru í 7. sæti Grill 66 deildarinnar með 6 stig.

Fyrri greinStigaveisla í Suðurlandsslagnum
Næsta greinStuðlar að heildstæðari uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Suðurlandi