Selfoss og Fylkir skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í Árbænum í kvöld.
Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik og Hólmfríður Magnúsdóttir kom þeim yfir með góðu marki á 23. mínútu. Selfoss fékk nokkur hálffæri til viðbótar sem ekki tókst að nýta og allt stefndi í 1-0 í hálfleik þangað til dómari leiksins gaf heimakonum hræódýra vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Fylkir jafnaði úr spyrnunni og staðan var 1-1 í leikhléi.
Í upphafi seinni hálfleiks voru Selfyssingar sterkari en þegar leið á leikinn komst Fylkir meira inn í hann og bæði lið áttu ágætar sóknir og góð færi en tókst ekki að skora.
Að loknum sjö umferðum er Selfoss í 6. sæti deildarinnar með 7 stig, en Fylkir er í 7. sætinu með sama stigafjölda en lakara markahlutfall.