Allt í járnum í Ólafsvík

Sindri Þór Arnarson skoraði fyrir Stokkseyri. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyringar heimsóttu Reyni Hellissandi á Ólafsvíkurvöll í 5. deild karla í knattspyrnu í dag.

Það er stutt síðan liðin mættust á Stokkseyri þar sem Stokkseyringar unnu öruggan sigur í tíu marka leik. Annað var upp á teningnum í dag og aðeins tvö mörk skoruð.

Heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks en Stokkseyringar fengu vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleikinn og úr henni jafnaði Sindri Þór Arnarson með sínu tíunda marki í sumar.

Þar við sat og liðin skiptu með sér stigunum. Stokkseyri er í 7. sæti B-riðilsins með 10 stig en Reynir H er í 8. sæti með 6 stig.

Fyrri greinSkellur á Króknum
Næsta greinOK opnar skrifstofu við Austurveginn