Allt í skrúfuna í fjórða leikhluta

Davíð Arnar Ágústsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn er úr leik í bikarkeppni karla í körfubolta eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum í Þorlákshöfn í kvöld.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og liðin skiptust á um að hafa frumkvæðið. Staðan var 48-54 í leikhléi, eftir að Stjarnan hafði skorað síðustu tíu stigin í fyrri hálfleik.

Þórsarar minnkuðu muninn í 62-64 um miðjan þriðja leikhluta en eftir það fór allt í skrúfuna. Stjörnumenn juku forskotið aftur og í upphafi 4. leikhluta gerðu þeir 6-26 áhlaup og gerðu þar með út um leikinn. Lokatölur urðu 81-108.

Davíð Arnar Ágústsson var stigahæstur Þórsara með 18 stig og Emil Karel Einarsson skoraði 14.

Þór Þ.-Stjarnan 81-108 (22-27, 26-27, 23-24, 10-30)
Tölfræði Þórs: Davíð Arnar Ágústsson 18, Emil Karel Einarsson 14, Jordan Semple 13/7 fráköst, Marreon Jackson 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 12/6 stoðsendingar, Justas Tamulis 7, Ólafur Björn Gunnlaugsson 3, Morten Bulow 2.

Fyrri greinÞökkum íbúum fyrir þátttöku í íbúakosningunni
Næsta greinVið ramman reip að draga gegn Íslandsmeisturunum