Allt jafnt í Höfninni

Brynjólfur Þór Eyþórsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir tók á móti ÍR í 2. deild karla í knattspyrnu í síðasta heimaleik sumarsins á Þorlákshafnarvelli.

ÍR-ingar komust yfir á 16. mínútu en Djorde Panic jafnaði á 22. mínútu. Þremur mínútum síðar komust ÍR-ingar aftur yfir en Brynjólfur Þór Eyþórsson jafnaði á 34. mínútu og sá til þess að staðan væri 2-2 í hálfleik.

Þær urðu síðan lokatölur leiksins því þrátt fyrir ágætar sóknir tókst hvorugu liðinu að koma boltanum í netið í seinni hálfleik.

Ægismenn eru nú með 37 stig og eru og verða í 3. sæti deildarinnar. Ægir heimsækir Þrótt í lokaumferð deildarinnar næstkomandi laugardag en Þróttur hefur þegar tryggt sér sæti í Lengjudeildinni að ári.

Fyrri greinJafnt fyrir vestan
Næsta greinJafntefli í bragðdaufum leik