Allyson Haran og Guðmundur Axel Hilmarsson voru valin leikmenn ársins hjá knattspyrnudeild Selfoss en lokahóf deildarinnar fór fram í Hvítahúsinu á laugardagskvöld.
Í meistaraflokki kvenna var Barbára Sól Gísladóttir valin efnilegasti leikmaðurinn, Unnur Dóra Bergsdóttir fékk verðlaun fyrir framfarir og Eva Lind Elíasdóttir var markahæst.
Í meistaraflokki karla var Guðmundur Axel einnig valinn efnilegastur, Pétur Logi Pétursson fékk framfarabikarinn og Hrvoje Tokic var markahæstur.
Stefán Logi Magnússon og Caitlyn Clem fengu Guðjónsbikarana, sem gefnir eru af fjölskyldu Guðjóns Ægis Sigurjónssonar, fyrir mikilvægt framlag til félagsins innan eða utan vallar.
Í 2. flokki karla voru Alexander Hrafnkelsson og Þormar Elvarsson leikmenn ársins og í 2. flokki kvenna var Friðný Fjóla Jónsdóttir leikmaður ársins.
Anna María fyrst yfir 200 leiki
Níu leikmenn fengu viðurkenningar fyrir leikjafjölda. Bergrós Ásgeirsdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir fyrir 50 leiki, Erna Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Svavar Berg Jóhannsson fyrir 100 leiki, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson og Stefán Ragnar Guðlaugsson fyrir 150 leiki og Anna María Friðgeirsdóttir fyrir 200 leiki, en hún er fyrsta konan til að ná 200 leikjum fyrir Selfoss. Að lokum fékk Ingi Rafn Ingibergsson viðurkenningu fyrir 250 leiki fyrir Selfoss.
Jón Karl Jónsson var valinn félagi ársins og Selma Sigurjónsdóttir, Alma Sigurjónsdóttir og Anna Dóra Ágústsdóttir fengu viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar.
Verðlaunahafar í meistaraflokki karla. Ljósmynd/UMFS
Fleiri myndir frá lokahófinu má sjá á heimasíðu Selfoss