Stjórn og þjálfarar Domino's-deildarliðs FSu í körfubolta hafa ákveðið að segja upp samningi við bandaríska leikmanninn Christopher Anderson.
„Chris er hæfileikaríkur körfuboltamaður en náði að mati forráðamanna liðsins ekki að setja mark sitt á leik þess með þeim afgerandi og jákvæða hætti sem vonir stóðu til. FSU-KARFA þakkar Anderson fyrir samstarfið þessa rúmu tvo mánuði og óskar honum velgengni á körfuboltaferli sínum í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá FSu.
FSu mun leika án erlends leikmanns á næstunni en ákvörðun um hvort og þá hvenær samið verður við annan leikmann verður kynnt fljótlega.