Bakvörðurinn Andri Freyr Björnsson framlengdi á föstudag samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss um tvö ár.
Andri hefur verið fastamaður hjá Selfyssingum undanfarin ár en í sumar skoraði hann tvö mörk í sextán leikjum í fyrstu deildinni.
Samtals hefur Andri skorað 14 mörk í 112 meistaraflokksleikjum með Selfyssingum.