Selfyssingurinn Andri Már Óskarsson bætti 40 ára gamalt Íslandsmet í hálfmaraþoni í flokki 12 ára í Akureyrarhlaupinu sem fram fór fyrir norðan á fimmtudagskvöldið.
Andri Már hljóp á tímanum 1:42,22 klst og bætti met ÍR-ingsins Bjarna Davíðssonar um 8,41 mínútur en met Bjarna hafði staðið óhaggað frá því í Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984. Tíminn er sömuleiðis HSK-met í flokkum 12, 13, 14 og 15 ára pilta.
Þetta var ekki eina afrek Andra Más í vikunni því tveimur dögum fyrr varð hann Íslandsmeistari í 10 km götuhlaupi í flokki 14 ára og yngri þegar Ármannshlaupið fór fram í Reykjavík. Þar rann Andri skeiðið á 43,57 mínútum.