Andri Már Óskarsson, Umf. Selfoss, setti tvö HSK-met á 19. júnímóti FH, sem fram fór í gær í Hafnarfirði.
Andri Már hljóp 300 m hlaup á 52,86 sekúndum og bætti héraðsmetið bæði í flokkum 11 og 12 ára. Metið í 11 ára flokknum átti Kári Leó Kristjánsson, Umf. Selfoss og metið í 12 ára flokknum átti Pétur Már Sigurðsson, Umf. Selfoss.
Selfyssingar kræktu í fern verðlaun á 19. júní mótinu. Anna Metta Óskarsdóttir sigraði í 300 m hlaupi 15 ára stúlkna og þrístökki kvenna og Ásta Kristín Ólafsdóttir sigraði í spjótkasti 13 ára stúkna og vann silfurverðlaun í kúluvarpi í sama aldursflokki.