Andri Már og Katrín klúbbmeistarar – Árni fór holu í höggi

Mæðginin Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir urðu klúbbmeistarar á meistaramóti Golfklúbbs Hellu sem lauk síðastliðinn laugardag.

Spilað var í æðislegu veðri alla dagana og völlurinn var í frábæru standi.

Andri Már lék hringina fjóra á samtals á 283 höggum (71-72-67-73), þremur höggum yfir pari og er þetta lægsta skor sem sigurvegari hefur náð á meistarmóti GHR. Katrín Björg lék hringina fjóra samtals á 357 höggum (93-92-85-87).


Í 1. flokki kepptu þeir Þórir Bragason og Árni Sæmundsson og í barnaflokki 12 ára og yngri kepptu synir þeirra þeir Jón Bragi Þórisson og Sæmundur Árnason, upprennandi golfstjörnur. Þórir varð í 1. sæti í 1. flokki og Árni í 2. sæti og í barnaflokknum varð Sæmundur í 1.sæti og Jón Bragi í 2. sæti. Ljósmynd/GHR


Árni Sæmundsson gerði sér svo lítið fyrir og fór holu í höggi á 8 braut á öðrum hring á meistaramótinu. Árni gekk í klúbbinn þann 7. júlí eftir nokkra ára hlé, hóf leik í meistaramótinu þann 8. og fór holu í höggi þann 9. Ljósmynd/GHR

Fyrri greinKviknaði í út frá gasgrilli
Næsta greinHlynur og Alexandra sigruðu – Ástmundur fór holu í höggi