Andri Már semur við Selfoss

Miðjumaðurinn Andri Már Hermannsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss en hann kemur til liðsins frá Fylki.

Andri Már hefur æft með Selfyssingum að undanförnu og lék meðal annars með liðinu í sigurleiknum gegn HK í úrslitum Fótbolta.net mótsins í gærkvöldi.

Hann er uppalinn Fylkismaður og hefur leikið nítján leiki fyrir Fylki í efstu deild en í fyrrasumar lék hann einnig fimm leiki með KF í 1. deildinni áður en hann var kallaður aftur úr láni til Fylkis.

Andri Már á auk þess að baki tíu landsleiki fyrir U17 og U19 ára lið Íslands.

Fyrri greinÖflugur sigur hjá Hamri
Næsta greinKona og þrjú börn í sjálfheldu