Andri Már Óskarsson, Umf. Selfoss, setti HSK met í 5 km götuhlaupi í Mottumarshlaupi Krabbameinsfélagsins í gær, en hlaupið var um Fossvogsdalinn. Hlaupið var vottað af FRÍ og því gildir árangur í hlaupinu til metaskráningar.
Andri bætti metið í bæði 12 og 13 ára flokki pilta þegar hann kom í mark á 21:05 mín og kom fyrstur í mark í flokki 14 ára og yngri. Andri átti sjálfur gamla HSK metið í 12 ára flokki, en hann bætti níu ára gamalt HSK met Guðmundar Gígjars Sigurbjörnssonar um 23 sekúndur í 13 ára flokki pilta.
Þetta eru fyrstu HSK metin sem sett eru utanhúss í ár svo vitað sé.