Andri Már þriðji á Hvaleyrinni

Andri Már Óskarsson. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson

Andri Már Óskarsson, Golfklúbbi Selfoss, varð í 3.-4. sæti í Hvaleyrarbikarnum í golfi sem fram fór á Hvaleyrarvellinum í Hafnarfirði í gær.

Veðrið síðustu daga hafði mikil áhrif á mótið þannig að á endanum voru spilaðir tveir hringir á sunnudag, fyrir og eftir hádegi.

Andri Már lék hringina tvo á tveimur höggum undir pari og var aðeins tveimur höggum á eftir sigurvegaranum, Hákoni Erni Magnússyni úr GR. Andri Már lék fyrri hringinn á 72 höggum og síðan frábæran seinni hring á 68 höggum, eða þremur undir pari vallarins.

Í kvennaflokki varð Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Golfklúbbi Selfoss, í 5.-6. sæti á níu höggum yfir pari. Heiðrún var í 3. sæti að loknum fyrri hringnum, sem hún lék á 73 höggum en fataðist flugið á seinni hringnum, sem hún lék á 78 höggum og því samtals á 151 höggi.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson
Fyrri grein„Gríðarlega mikilvægt að landa þessum sigri“
Næsta greinFriðrik fjallar um ritstörf Sæmundar fróða