Ægir og Sindri skildu jöfn, 1-1, í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í gær.
Ársæll Jónsson kom Ægisliðinu yfir í fyrri hálfleik og staðan var 1-0 í hálfleik. Sindramenn voru sterkari í seinni hálfleik og jöfnuðu metin þegar u.þ.b. 20 mínútur voru eftir af leiknum.
Þetta var annað jafntefli Ægis í riðlinum og sömuleiðis annað jafntefli Sindra. Sindramenn eru efstir í riðlinum með 2 stig og markatöluna 4-4 en Ægir í 2. sæti með 2 stig og markatöluna 2-2.
KFR leikur í sama riðli en liðið hefur eeki leik fyrr en 3. apríl þegar Rangæingar mæta Ægi á Selfossvelli.