Annað tap FSu

Lið FSu tapaði öðrum leik sínum í 1. deild karla í körfubolta í vetur þegar liðið heimsótt Val að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur voru 90-79.

Leikurinn var hnífjafn fyrstu þrjá leikhlutana en staðan í leikhléi var 41-43, FSu í vil.

Ekki skildi á milli liðanna að ráði fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar Valur skoraði átján stig gegn tveimur á rúmlega þriggja mínútna kafla. Staðan breyttist þá úr 66-66 í 84-68 og þar með voru vonir FSu liðsins á sigri úr sögunni.

Richard Field var með risatvennu fyrir FSu, 28 stig og 26 fráköst. Valur Orri Valsson skoraði 20 stig og Guðmundur Auðunn Gunnarsson 12

FSu er nú í 3. sæti deildarinnar með 10 stig að loknum sjö leikjum.

Staðan:
1 Þór Þ. 6/0
2 Þór Ak. 6/1
3 FSu 5/2
4 Skallagrímur 4/3
5 Valur 4/3
6 Breiðablik 3/3
7 Ármann 2/5
8 Laugdælir 2/5
9 Leiknir 1/6
10 Höttur 1/6

Fyrri greinElín Guðmunds: Af hverju að endurskoða stjórnarskrána?
Næsta greinSvæðisskrifstofan lögð niður