Anna Guðrún íþróttamaður Hveragerðis 2020

Anna Guðrún Halldórsdóttir. Ljósmynd/Gunnar Biering Agnarsson

Anna Guðrún Halldórsdóttir frá Lyftingafélaginu Hengli var kjörin íþróttamaður Hveragerðis árið 2020.

Anna Guðrún setti hvorki meira né minna en tólf Íslandsmet á Haustmóti Lyftingasambands Íslands í ólympískum lyftingum sem fram fór í lok september á Selfossi. Anna Guðrún setti Íslandsmet í öllum lyftum í -87 kg flokki, í flokkum Masters 35, Masters 40, Masters 45 og Masters 50. Hún lyfti 50 kg í snörun, 68 kg í jafnhendingu og 118 kg í samanlögðu.

Alls voru tólf íþróttamenn tilnefndir í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2020 og fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Einnig voru veittar viðurkenningar til sextán íþróttamanna sem hafa orðið Íslandsmeistarar og verið í landliðshópum á árinu.

Fyrri greinHugmyndin fæddist í heimsfaraldri
Næsta greinSara og Hrafn efnilegasta júdófólk ársins