Anna María framlengir á Selfossi

Anna María Friðgeirsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Anna María Friðgeirsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss út yfirstandandi keppnistímabil.

Anna María er gríðarlega reyndur leikmaður sem hefur alla tíð leikið fyrir uppeldisfélagið sitt 274 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss, þar af 135 í efstu deild. Hún hefur glímt við meiðsli síðustu vikur en er vonandi væntanleg aftur út á völlinn fljótlega.

„Það eru mikil gleðitíðindi fyrir okkur að Anna María, fyrirliði liðsins til margra ára, hafi framlengt við okkur. Það er erfiður vetur að baki hjá henni með þrálát meiðsli en það eru bjartari tímar framundan. Anna María kemur með mikla reynslu inn í hópinn og endalaust hjarta fyrir liðinu og félaginu sem er eitthvað sem er ómetanlegt fyrir okkur. Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá hana aftur á vellinum og það vonandi sem fyrst,“ segir Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.

Fyrri greinMortensen besti erlendi leikmaðurinn
Næsta greinTinna Sigurrós áfram á Selfossi