Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fór fram í Kaplakrika þann 1. mars síðastliðinn. HSK/Selfoss sendi lið bæði í pilta- og stúlknakeppnina en HSK/Selfoss endaði í 5. sæti heildarstigakeppninnar með 70,5 stig.
ÍR-ingar unnu öruggan sigur með 125,5 stig. Lið HSK/Selfoss varð í 5. sæti í stúlknakeppninni og 8. sæti í piltakeppninni.
Anna Metta Óskarsdóttir varð tvöfaldur bikarmeistari. Hún sigraði í langstökki þegar hún stökk 5,06 m og hún stökk hæst allra í hástökki þegar hún vippaði sér yfir 1,55 m.
Þá fékk Magnús Tryggvi Birgisson bronsverðlaun í langstökki þegar hann stökk 5,05 m og Magnea Furuhjelm Magnúsdóttir vann bronsverðlaun í 60 m hlaupi en hún hljóp á 8,57 sek sem er hennar besti árangur í greininni hingað til.
