Eftir tíu tapleiki í röð vann KFR sinn annan sigur í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið mætti KB á útivelli í gærkvöldi.
Magnús Hilmar Viktorsson kom Rangæingum yfir á 32. mínútu en KB jafnaði á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan var 1-1 í leikhléi.
KFR var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og á 58. mínútu náði Kristján Ingi Gunnlaugsson að skora sigurmarkið.
Þrátt fyrir sigurinn er KFR áfram í botnsæti riðilsins, nú með 6 stig, en KB er einu sæti ofar með 9 stig.