Árborg vann öruggan útisigur á Kóngunum í kvöld og tyllti sér um leið í toppsæti C-riðils 4. deildar karla í knattspyrnu.
Árborg byrjaði leikinn ekki vel og lenti undir strax á 4. mínútu. Aron Freyr Margeirsson tók málin hins vegar í sínar hendur undir lok fyrri hálfleiks og skoraði þrjú mörk á síðasta korterinu. Þrenna í húsi hjá Aroni og staðan 1-3 í hálfleik.
Árborgar gáfu lítið eftir í seinni hálfleiknum og Ingvi Rafn Óskarsson, Hartmann Antonsson og Magnús Helgi Sigurðsson bættu allir við mörkum áður en Kóngarnir klóruðu í bakkann undir leikslok. Lokatölur 2-6.
Árborg er í toppsæti riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 19-3 eftir tvo leiki.