Anton Breki í Ægi

Anton Breki Viktorsson skoraði fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Miðjumaðurinn Anton Breki Viktorsson hefur gengið til liðs við Knattspyrnufélagið Ægi í Þorlákshöfn.

Anton Breki, sem er 21 árs, hefur spilað með Ægi undanfarin þrjú tímabil sem lánsmaður frá Selfossi. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til Ægis og í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mikið gleðiefni. Anton Breki var útnefndur efnilegasti leikmaður Ægis á lokahófi félagsins í haust.

Anton Breki hefur spilað 48 leiki fyrir Ægi og skorað í þeim fimm mörk. Með hann innanborðs hefur Ægir farið upp um tvær deildir á þremur árum og leikur í 2. deildinni á komandi leiktíð.

Auk þess að semja við Anton Breka hafa Ægismenn staðfest að Stefan Dabetic og Dimitrije Cokic verði áfram í herbúðum liðsins.

Fyrri greinAndlát: Einar Elíasson
Næsta greinHalldóra kosin 3. varaforseti ASÍ