Ara sagt upp hjá Hamri – Hallgrímur tekur við

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Ara Gunnarsson þjálfara meistaraflokks karla.

Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari kvennaliðs Hamars, mun taka við karlaliðinu út tímabilið ásamt því að stýra kvennaliði félagsins og mun Oddur Benediktsson verða honum til aðstoðar.

Hamar er í toppbaráttu deildarinnar en liðið er í 3. sæti með 14 stig, tveimur stigum á eftir FSu og fjórum stigum á eftir toppliði Hattar, sem leikið hefur einum leik meira en Hamar og FSu.

Fyrsti leikur Hallgríms með karlaliðið verður þann 9. janúar mikilvægur toppleikur þegar Höttur kemur í heimsókn.

Fyrri greinMest lesnu íþróttafréttir ársins 2014
Næsta greinGuðmunda og Daníel íþróttafólk ársins