Árborg á flugi í fyrsta leik

Ingi Rafn Ingibergsson skoraði eitt af mörkum Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg vann öruggan sigur á Vængjum Júpíters í fyrsta leik sínum í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu þetta vorið, en liðin mættust á Selfossvelli í kvöld.

Magnús Ingi Sveinsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson og Sveinn Kristinn Símonarson skoruðu allir fyrir Árborg í fyrri hálfleik en Vængirnir náðu að svara með einu marki og staðan var 4-1 í hálfleik.

Það var minna um dýrðir í seinni hálfleik en Aron Freyr Margeirsson bætti við marki fyrir Árborg og gestirnir skoruðu sömuleiðis eitt mark, svo að lokatölur urðu 5-2.

Þetta var fyrsti leikur Árborgar í riðlinum en liðið hefur 3 stig í 4. sæti.

Fyrri greinFjölgar um tvær íbúðir hjá Bjargi
Næsta greinÉg á alltaf bleikan tannbursta