Árborg enn án stiga

Aron Freyr Margeirsson sækir að marki Augnabliks í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg tók á móti Augnabliki í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-4 sigri Augnabliks.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, Augnablikar voru meira með boltann en Árborgarar fengu prýðileg færi inn á milli. Sóknarþungi gestanna jókst á lokakafla fyrri hálfleiks og þeir skoruðu tvívegis með stuttu millibili undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 0-2 í leikhléi.

Gestirnir byrjuðu betur í seinni hálfleik og uppskáru þriðja markið á 56. mínútu. Úrslitin voru þar með ráðin en leikurinn opnaðist talsvert á lokakaflanum og þremur mínútum fyrir leikslok komst Augnablik í 4-0. Árborgarar áttu hins vegar lokaorðið og Kristinn Sölvi Sigurgeirsson minnkaði muninn eftir laglega sókn á 88. mínútu.

Árborg er í 5. sæti riðils-2 án stiga en Augnablik er í 4. sætinu með 3 stig.

Fyrri greinForeldrar ræði málin af yfirvegun og virðingu
Næsta greinJafntefli í háspennuleik í Set-höllinni