Árborg fékk viðurkenningu fyrir heiðarlega framkomu

Knattspyrnufélag Árborgar fékk viðurkenningu fyrir prúðmannlegan leik á síðasta keppnistímabili á 68. ársþingi KSÍ sem haldið var í Hofi á Akureyri í dag.

KR og Grindavík hlutu Dragostytturnar sem veitt eru fyrir prúðmannlegan leik í efstu tveimur deildum karla, miðað við gul og rauð spjöld dómaranna.

HK, Fjarðabyggð og Árborg hlutu sömu viðurkenningar í 2., 3. og 4. deild karla og þar er stuðst við sömu forsendur og í efstu tveimur deildunum.

Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna en Hafþór Theodórsson, formaður Árborgar, tók við viðurkenningunni fyrir hönd félagsins.

Þetta er annað árið í röð sem Árborg hlýtur þessa viðurkenningu.

Fyrri greinÓsigur á Ásvöllum
Næsta greinÖruggur sigur í fyrsta leik