Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu fyrir 4. deild karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili. Sunnlensku liðin eru öll saman í riðli.
Fjórða deildin er spiluð í fjórum riðlum og fara tvö efstu liðin í hverjum riðli í úrslitakeppni.
Í A-riðli eru Árborg, Hamar og Stokkseyri ásamt Íþróttafélagi Hafnarfjarðar, Kóngunum, Létti og Ungmennafélaginu Mána á Hornafirði.
Árborg og Stokkseyri léku í sitthvorum riðlinum í 4. deildinni í fyrrasumar en Hamar lék þá í 3. deild og féll um haustið.